Spurning Davíðs vaknar eftir að hann las skrif Andrésar Magnússonar í Viðskiptablaðinu.
„Eða hvar ætlar bankinn að draga mörkin? Ætlar hann að bjóða fram í næstu þingkosningum?“
„Það er enginn annar en Davíð Oddsson sem er á þessum nótum og birtir skrif sín í Staksteinum dagsins.
Spurning Davíðs vaknar eftir að hann las skrif Andrésar Magnússonar í Viðskiptablaðinu.
„Andrés Magnússon, blaðamaður og fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, sagði frá því í nýjum pistli sínum að það hafi gerst á dögunum að Íslandsbanki hafi hafið eftirgrennslan um kynjahlutföll á hverjum fjölmiðli. Þetta hefði komið í framhaldi af fyrirætlunum Íslandsbanka „að hætta að eiga viðskipti við fjölmiðla, þar sem hlutföll kynja á ritstjórn eru ekki nokkuð jöfn“.
„Þá spyr hann hvernig Íslandsbanki vilji að fjölmiðlarnir bregðist við. Hann bendir á að reksturinn sé þröngur þannig að ósennilegt sé að þeir fjölgi stöðugildum til að jafna hallann og spyr hvort að bankinn ætlist til að karlmönnum verði sagt upp til að þóknast bankanum.
Hann bendir líka á að kynjahlutföll á ritstjórnum séu nánast nákvæmlega þau sömu og hlutföll starfandi í fullu starfi á vinnumarkaðnum í heild sinni og veltir því upp hvort „bankinn krefji fjölmiðla um starfsmannastefnu, sem þeim kann að vera ómögulegt að uppfylla?“
Þetta eru ábendingar sem skipta máli. Enn þýðingarmeira í þessu sambandi er þó að það er hvorki eðlilegt né æskilegt að banki beiti fjárhagslegum styrk sínum til að þvinga fram skoðanir sínar, hvorki í jafnréttismálum né öðrum.“