Fréttir

Mun fjársvelta fámennustu sveitarfélögin

By Miðjan

March 15, 2023

Fyrr í dag var sagt frá, hér á Miðjunni, hvernig Óli Björn blæs á móti Sigurði Inga innviðarráðherra. Ráðherrann mætir ekki bara andstöðu frá Sjálfstæðisflokki. Bjarni Jónsson Vinstri grænum setur sig líka á móti stefnu innviðaráðherrans. Framsókn virðist vera að einangrast í þessari furðu ríkisstjórn sem er hér. Bjarni Jónsson sagði:

„Þar virðist nú, samkvæmt frumvarpsdrögum innviðaráðherra sem nú liggja í samráðsgátt, eiga að ganga frá fámennustu sveitarfélögum landsins með fjársvelti. Hlutverk jöfnunarsjóðs er ekki það að vera tæki til að þrýsta á um sameiningar sveitarfélaga eða hygla ákveðinni stærð þeirra og samsetningu heldur að vera jöfnunartæki sem endurspeglar þörf og samsetningu og tekjuskerðingar sem sjóðurinn hefur til áratuga verið ætlað að mæta. Að taka svo snarlega niður framlög til sumra þessara sveitarfélaga, eins og áform eru um, setur þau á vonarvöl. Framlög til Kaldrananeshrepps niður um 78,8%, Reykhólahrepps 53%, Súðavíkurhrepps 56,9%, Strandabyggðar 37,1%. Þetta er hrafnaþing þar sem hrafnarnir sem hafa parað sig saman til sveitar leggjast á smærri byggðir og sveitarfélög sem enn standa.