Stjórnmál

Mun ekki hafa pólitískar afleiðingar

By Miðjan

January 29, 2024

„Nei, Bjarni hafði ekki samráð við utanríkismálanefndina,“ segir Jakob Frímann Magnússon, Flokki fólksins og fulltrúi í nefndinni, í samtali við Miðjuna.

Finnst þér að hann hefði átt að vera í sambandi við ykkur í nefndinni?„Utanríkismálanefnd fær almennt fréttir af því sem þegar hefur verið ákveðið á vettvangi Utanríkisráðuneytis, en situr jafnframt reglulega upplýsingafundi með ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins um margvísleg utanríkismál. Ekki virðist hefð fyrir því að leitað sé álits eða samþykkis utanríkismálanefndar áður en ákvarðanir eru teknar.Undirritaður teldi góðan brag á því að bera mikilvæg mál undir utanríkismálanefnd áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar, en þekkir engin nýleg dæmi um slíkt.“Ertu sammála aðgerðum Bjarna?

„Undirritaður hefði kosið að aflað hefði verið nauðsynlegra upplýsinga um það sem hér um ræðir áður en til aðgerða hefði verið gripið – og útilokar ekki að það hafi verið gert. Undirritaður er almennt þeirrar skoðunar að Íslendingum beri að veita allan þann stuðning við fórnarlömb Gaza harmleiksins sem kostur er.“Mun ákvörðun Bjarna hafa pólitískar afleiðingar?„Að líkindum ekki.“