Birgitta Jonsdóttir sagði í þættinum Annað Ísland, á Útvarpi Sögu, í dag að hún muni aldrei biðja Geir Haarde afsökunar á þátttöku hennar í ákærunni gegn Geir. Hann var síðan dæmdur sekur fyrir hluta ákærunnar.
Birgitta sagði engu skipta hvort Geir hafi aðeins verið dæmdur fyrir hluta þess sem hann var ákærður.
Birgitta sagði að Geir hafa verið dæmdan fyrir brot á stjórnarskrá og þess vegna sé engin ástæða til að biðja hann afsökunar.
Að auki sagði Birgitta slíkt alls ekki vera hlutverk þingsins og að auki sitji nú allt annað þing en það sem ákærði Geir.
Þú gætir haft áhuga á þessum