- Advertisement -

Mummi styður Bjarna í ÍL-málinu

„Ég get auðveldlega sagt að ég styð fjármálaráðherra í því sem hann er að gera, að reyna að semja um þetta við lífeyrissjóðina, og ég óska honum góðs gengis í því. Svo skulum við bara sjá til hvernig það gengur og hvort málið kemur hingað inn, en tökum eitt skref í einu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn gekk á hann með svar um stuðning við áform Bjarna Benediktssonar um að koma margmilljarðaskuld vegna ÍL-sjóðs yfir á lífeyrissjóðina.

„Það er auðvitað fráleitt að tala um samningaviðræður sem eiga sér stað í aðdraganda hótana frá ríkisstjórninni um lagasetningu. Í hvaða stöðu eru menn við það samningaborð? Og það er heldur ekki rétt að tala um að þetta sé einn og sami aðilinn. Við erum að tala um lífeyrisþega og við erum að tala um launþega sem eiga að taka á sig byrðar ríkissjóðs. Þetta er ekki sami aðilinn. Það er nefnilega verið að teikna upp þá mynd að einföld saga sé flókin. Þetta er ekkert sérstaklega flókið,“ sagði Þorbjörg Sigríður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: