- Advertisement -

Mr. Clooney og Kárahnjúkar

Fer vel saman að vera bæði iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála?

Tómas Guðbjartsson skrifaði:

Iðnaðarráðherra hitti Mr. Clooney á Austfjörðum í gær og ræddi að sögn náttúru Íslands. Sennilega hefur hún ekki rætt Kárahnjúka – sem rústuðu óspilltum víðernum Austurlands – og allar þær virkjanir sem eru í farvatninu og ógna víðernum landsins. Það er nefnilega þannig að á tyllidögum stæra sig flestir af náttúru landsins – líka ráðherrar iðnaðarmála – sem er ekki sjálfgefin auðlind og verður að fara vel með.

Ég er sannfærður um að Mr. Clooney, líkt og 80% erlendra ferðamanna sem koma til landsins, sækir í alvöru náttúru og ekki virkjanamannvirki sem fyrst og fremst þjóna erlendum stóriðjufyrirtækjum. Fer vel saman að vera bæði iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: