- Advertisement -

Morgunblaðið gefst ekki upp

Blaðið reynir að koma á ríkisstjórn karlaflokkanna, Sjálfsæðisflokks og Miðflokks með Framsóknarflokki, auk Flokks fólksins eða Viðreisnar. Miklir hagsmunir eru undir.

Stjórnmál Morgunblaðið hefur ekki gefist upp. Það útilokar ekki að koma í veg fyrir að núverandi stjórnarmyndun verði að engu.

„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áttu samtal í gær, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins,“ segir í forsíðufrétt dagsins

Sigmundur Davíð sagði Bjarna, samkvæmt því sem Morgunblaðið segir, að hann og hans fólk sjái enga annmarka á að Miðflokkurinn vinni með Framsóknarflokki Sigurðar Inga Jóhannssonar, þess sama og hýsti samningaviðræður allt annarra flokka á heimili sínu í gær.

Morgunblaðið hefur þetta nána símtal eftir öruggum heimildum, þá væntanlega frá Sigmundi Davíð eða Bjarna, eða kannski þeim báðum.

„Viðmælendur Morgunblaðsins töldu í gær að þetta nýja viðhorf formanns Miðflokksins gæti sett strik í reikninginn í sambandi við þær stjórnarmyndunarviðræður fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófust í gær.“

Sigmundur Davíð og Bjarni meta stöðuna svo að þeir geti skapað breiðan málefnalegann samstarfsgrundvöll á milli flokkanna tveggja og Framsóknarflokks. „Þá sé aðeins spurning um hvort leitað yrði liðsinnis Viðreisnar eða Flokks fólksins kæmi til slíkra viðræðna,“ segir Morgunblaðið.

Samband þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins er skipað 23 þingmönnum, átján körlum og fimm konum. Eins gamaldags og hugsast getur.

Morgunblaðið reynir hvað það getur. Eftir miklu er að sækjast. Gera má ráð fyrir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, verði hún að veruleika, muni breyta lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi, þá sem sjávarútvegsráðherra, lagði fyrir þáverandi ríkisstjórn fullskapað frumvarp um breytingar, en Sjálfstæðisflokkurinn beitti hann neitunarvaldi.

Eitt helsta opinbera baráttumál Morgunblaðsins, og eins Sjálfstæðisflokksins, er að koma í veg fyrir breytingar á lögunum.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: