- Advertisement -

Morgunblaðið er á þeirri skoðun að Alþingi hafi snúist á sveif með Hamas

„Svona er umfjöllun Morgunblaðsins, sem við skattgreiðendur erum látin kosta með árlegum gjöfum upp á ríflega 100 milljónir, af mótmælum almennings vegna þjóðernishreinsana Ísrael á Gaza: Við erum ekkert annað en stuðningsmenn Hamas, og ekki nóg með það, við erum sek um að kalla eftir útrýmingu gyðinga. Já, kæra fólk, þegar þið komið saman og krefjist vopnahlés og þess að hætt verði að myrða saklaust fólk í Palestínu eruði í raun ekkert annað en bölvaðir nasistar. Þið eruð hinir raunverulegu þjóðar-morðingjar,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir.

„Morgunblaðið flytur eflaust næst fréttir af því að þeir íslensku læknar og hjúkrunarfræðingar sem sendu frá sér opið bréf vegna glæpa Ísrael, séu í raun útsendarar Hamas og Hezbollah, einnig íranskra klerka, og komi saman á kvöldin til að lesa valda kafla úr Mein Kampf.

Morgunblaðið er einnig á þeirri skoðun að allt Alþingi hafi nú snúist á sveif með Hamas vegna samþykktar þingsins á tillögu utanríkismálanefndar um að tafarlaust skuli koma á vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza,“ skrifaði Sólveig Anna Jónsdóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: