- Advertisement -

Morgunblaðið brýnir Bjarna til verka

Stjórnmál Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sennilegast Davíð Oddsson, brýnir Bjarna Benediktsson til að lækka tryggingagjaldið. Það sem vekur athygli er að höfundur sýnir hækkun gjaldsins, í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, skilning.

„Í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var tryggingagjald hækkað til þess að mæta útgjöldum vegna aukins atvinnuleysis. Mest var atvinnuleysið um 8% en er nú í kringum 3%. Þegar atvinnuleysi var síðast svipað og nú var tryggingagjaldið 5,5%, en nú er það 7,49%. Samtökum atvinnulífsins reiknast til að atvinnulífið greiði aukalega 20 milljarða á ári í ríkissjóð vegna þess að gjaldið hefur ekki verið lækkað.“

„Það er eðlilegt þegar skattur er hækkaður til að mæta tilteknum útgjöldum að hann lækki að sama skapi aftur þegar útgjöldin lækka. Tækifæri til þess gefst í fjárlögum næsta árs,“ segir höfundur.

„Tryggingagjaldið gegnir ákveðnum tilgangi og engar forsendur eru fyrir því að hafa það áfram óbreytt. Þar við bætist eins og bent hefur verið á að með því að lækka tryggingagjaldið sköpuðust forsendur til að draga úr verðbólguáhrifum þeirra kjarasamninga, sem gerðir hafa verið undanfarna mánuði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: