Stjórnmál

Mörgum borgarfulltrúum hefur verið hótað

By Miðjan

February 01, 2021

„Forsætisnefnd fordæmir árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka og bifreið borgarstjóra og lítur þær mjög alvarlegum augum. Því miður hafa margir kjörnir fulltrúar áður fengið hótanir vegna starfa sinna,“ segir í bókun forsætisnefndar Reykjavíkur.

Ekki er farið nánar út í hvers konar hótanir er um að ræða eða hvers konar þær eru.

„Allt slíkt ofbeldi er aðför að okkar frjálsa, lýðræðislega samfélagi og með öllu óásættanlegt. Forseta er falið að ræða við borgarritara og lögregluyfirvöld og grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja öryggi kjörinna fulltrúa. Gæta verður hófs í umræðu um kjörna fulltrúa og friðhelgi einkalífs þeirra virt. Við viljum ekki samfélag þar sem fólk sem helgar sig samfélagsmálum þurfi að óttast um öryggi sitt.“