- Advertisement -

Mörg þúsund nútímaþrælar

Matur er skilinn eftir við girðingu.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Nútímaþrælar í heiminum eru algjörlega berskjaldaðir fyrir kórónuveirunni, enda er þeim hrúgað saman í lítil rými, þar sem klósettaðstaða er léleg og allur aðbúnaður. Þetta kom vel fram í kjötvinnslu í Þýskalandi þar sem vinnuaflið er keypt ódýrt af starfsmannaleigum. Sjö hundruð þúsund manns eru nú í útgöngubanni vegna smits í kjötvinnslunni, en veiran hefur breiðst út meðal starfsmannanna eins og eldur í sinu. Mörg þúsund nútímaþrælar vinna í kjötvinnslunni og eru 1500 þeirra þegar smitaðir. Búið er að einangra allt starfsfólk kjötvinnslunnar og girða íbúðarhúsnæði þess af. Matur er skilinn eftir við girðingu. Í dag ákváðu stjórnvöld að setja útgöngubann á í héraðinu Güthersloh þar sem kjötvinnslan er og í nágrannahéraðinu Warendorf til að hefta útbreiðslu veirunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: