- Advertisement -

Momentum hefur rukkað nærri sextíu þúsund kröfur fyrir Reykjavíkurborg

Sanna Magdalena skrifar:

Fulltrúi sósíalista minnir á að Reykjavíkurborg á að hlúa að þörfum borgarbúa og fólks í viðkvæmri stöðu en ekki að senda skuldir fátækra borgarbúa til innheimtufyrirtækja og leyfa þeim að hagnast á skuldavanda borgarbúa.

Innheimtufyrirtæki eru ógeð. Það er viðbjóðslegt að það sé verið að nota slíkt til að fá fólk til að greiða reikninga. Ef þú átt ekki fyrir reikningnum, þá ertu ekki að fara að ná að greiða hann ef hann kostar meira.

Ég fékk svar við fyrirspurn á fundi borgarráðs varðandi hversu margir reikningar hefðu verið sendir í innheimtu og hafði þetta að segja um málið: 58.800 reikningar borgarbúa fóru í innheimtuferli Momentum á rúmlega tveggja ára ferli (frá 13. september 2019 til 2. febrúar 2022). Á sama tíma voru 3.874 mál send til löginnheimtu Gjaldheimtunnar fyrir Reykjavíkurborg. Tekið er fram að ef viðkomandi er með fleiri en eina kröfu í Momentum í milliinnheimtu þegar málið er flutt til löginnheimtu þá eru málin sameinuð í eitt mál þar.

Fulltrúi sósíalista minnir á að Reykjavíkurborg á að hlúa að þörfum borgarbúa og fólks í viðkvæmri stöðu en ekki að senda skuldir fátækra borgarbúa til innheimtufyrirtækja og leyfa þeim að hagnast á skuldavanda borgarbúa. Rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingar sem eru í slæmri fjárhagsstöðu þar sem skuldir einkenna stöðu þeirra, eiga í aukinni hættu á að búa við slæma andlega- og líkamlega heilsu. Heilsuborgin Reykjavík á ekki að ýta undir streituvaldandi aðstæður í formi kostnaðarsamra greiðslubréfa og símhringinga frá innheimtufyrirtækjum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: