Greinar

Moldvörpur og lukkuriddarar

By Ritstjórn

November 02, 2021

Lilja Mósesdóttir:

„Það virðist vera örlög flestra sem berjast fyrir breytingum á íslensku samfélagi að neyðast til að draga sig í hlé vegna fullyrðinga um samstarfsörðugleika. Fullyrðingarnar koma oftar en ekki frá fólki sem gengur til liðs við breytingaröfl með það eitt að markmiði að tryggja að ekkert verði úr slíkum áformum eða til að tryggja sér persónulegan ávinning af breytingum sem gætu náðst fram. Þetta eru svokallaðar moldvörpur og lukkuriddarar. Um leið og moldvörpurnar og lukkuriddarnir sjá sér hag í að fara út með fullyrðingar um samstarfsörðugleika standa þeim allir fjölmiðlar opnir, enda í höndum þeirra sem hafa hag af því að ekkert breytist á Íslandi.

Nú þekki ég ekki í smáatriðum málavexti þeirra deilna sem eiga sér stað innan Eflingar, en þær hljóma í mínum eyrum eins og síendurtekið stef. Ég hefði þó kosið að formaður Eflingar hefði brugðist öðruvísi við ásökunum í sinn garð, þ.e. tekið á þeim sem samfélagsmeini frekar en persónulegum árásum.“

Greinina skrifaði Lilja á Facebook.