- Advertisement -

Mohammed bin Salman og Helga Steinunn

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Það sem er verulega vandræðalegt í málinu er að forseti ÍSÍ er ekki einhver nytsamur sakleysingi sem þekkir ekkert til hvað sé í gangi í íslensku þjóðlífi, heldur er hann formaður bankasýslu ríkisins.

Í nýjum þætti Heimskviða á RÚV, var fjallað með ítarlegum hætti um hvernig krónprinsinn í Sádí-Arabíu, reynir að hvítþvo alvarlega glæpi og mannréttindabrot m.a. gagnvart blaðmönnum, með fjárframlögum til íþróttastarfs og kaupum á enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle.Í ljósi gagnrýnnar umræðu um tengsl íþrótta við vafasama fjársterka aðila, þá kom verulega á óvart að ÍSÍ skuli hafa í liðinni viku veitt stjórnarmanni í Samherja, æðstu viðurkenningu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.

Í ljósi gagnrýnnar umræðu um tengsl íþrótta við vafasama fjársterka aðila, þá kom verulega á óvart að ÍSÍ skuli hafa í liðinni viku veitt stjórnarmanni í Samherja, æðstu viðurkenningu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.

Forráðamenn fyrirtækisins liggja nú einu sinni undir grun um að; hafa mútað erlendum stjórnmálamönnum, ástundað peningaþvætti, ofsótt íslenska blaðamenn og skila ekki útflutningstekjum af helstu atvinnugreinar landsmanna til landsins heldur skilja eftir drjúgan hluta þeirra í skattaskjólum.

Það sem er verulega vandræðalegt í málinu er að forseti ÍSÍ er ekki einhver nytsamur sakleysingi sem þekkir ekkert til hvað sé í gangi í íslensku þjóðlífi, heldur er hann formaður bankasýslu ríkisins, sem hefur það hlutverk að tryggja endurreisn heiðarlegs, og gagnsæju fjármálakerfis í kjölfar hrunsins.Það kæmi á óvart ef þessi heiðursviðurkenning ÍSÍ muni ekki vekja talsverða athygli út fyrir landssteinana a.m.k í Namibíu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: