- Advertisement -

Mögnuð byrjun hjá Katrínu

Leiðari Ríkisstjórn Karínar Jakobsdóttur nýtur mikils stuðnings samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt er í dag. Það lætur nærri að fjórir af hverjum fimm styðji ríkisstjórnina í upphafi göngu hennar. Það er mikið og ekki síst vegna ósættis fólks innan Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins.

Minnstu flokkarnir tapa miklu fylgi. Viðreisn og Flokkur fólksins fengju, samkvæmt þessu, ekki kjörna þingmenn. Samfylkingin er eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem eykur fylgi sitt frá kosningum.

Stjórnarflokkarnir VG og Sjálfstæðisflokkur bæta talsvert við sig. Sprurningin er frekar, ef framhald verði á þessari fylgisþróun, hvort sameining flokka sé framundan. Ef þetta heldur áfram eiga minni flokkar litla möguleika, einir og sér.

Ástæða er til að óska Katrínu og hennar fólki til hamingju með stöðuna. Þetta er gott veganesti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: