Ritstjóri Moggans ver svo sem ekki hátterni Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu en bendir á að fleiri en hann hafa brotið sóttvarnarreglur:
„Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra faðmaði Seyðfirðinga. Það hefur ýmsum orðið hált á sóttvarnasvellinu og er ekki til eftirbreytni.“
Ritstjóranum er í nöp við lögregluna: „Vinnubrögð lögreglunnar, sem tók það upp hjá sér að gera fréttamál úr atvikinu með afar óvenjulegum hætti eru einnig ámælisverð. Háðsglósa um „háttvirtan ráðherra“, annarlegar dylgjur um ölvun og kossaflangs, rangar staðhæfingar um aðstæður, og furðuleg undanbrögð þegar fjölmiðlar grennsluðust nánar fyrir, hafa skaðað trúverðugleika hennar. Ekki síður þegar haft er í huga að tvennir fjölmennir tónleikar voru í miðbænum sama kvöld, án þess að það kæmi fram í „Dagbók lögreglunnar“.“