Greinar

Mogginn, Trump og Biden

By Miðjan

November 10, 2021

Það er ekkil tilbúningur að í Mogga dagsins skrifa bæði Davíð Oddsson og Óli Björn Kárason um Donald Trump. Báðir virðast varla beðið næstu kosninga. Sannfærðir um endurkomu Trump.

Víst er að á Íslandi eru eitilharðir stuðningsmenn forsetans sem féll í síðustu kosningum.

„Á  hliðarlín­unni bíður Don­ald Trump og sýn­ist poll­ró­leg­ur. Fari kosn­ing­arn­ar á næsta ári vel fyr­ir Re­públi­kana­flokk­inn eru all­ar lík­ur á því að hann muni gefa kost ár sér sem fram­bjóðandi flokks­ins í for­seta­kosn­ing­un­um 2024, skrifar Óli Björn.

Davíð skrifar ítrekaðar saknaðargreinar til Donalds og virðist sannfærður um að brögð hafi verið í tafli. Í dag má lesa þetta í leiðara:

„Heim­ur­inn er óvenju­leg­ur um þess­ar mund­ir. Eft­ir að Joe Biden komst með króka­leiðum inn í Hvíta húsið opnuðust strax all­ar landa­mæragátt­ir suður­hluta hins mikla rík­is.“

Segi ekki daglega, en oft skrifar Davíð um kosningasvik í forsetakosningum. Alveg sannfærður.