- Advertisement -

Mogginn þakkar fyrir sig

Það er kostur þegar fólk þakkar velgjörðarfólki sínu fyrir. Leiðari Moggans í dag er dæmi um þessa kurteisi. Sem kunnugt er borga auðug sjávarútvegsfyrirtæki ógrynni fjár til að halda Mogganum á floti.

Tilgangur er öllum ljós. Mogginn á berjast gegn breytingum á kvótakerfinu, stjórnarskránni og aðild að Evrópusambandinu. Allt þetta hefur tekist. Taflið gengur upp en kostar mikið. Leiðarinn endar svona:

„Meg­in­verk­efnið sem snýr að ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi hlýt­ur að vera að hann skili áfram mikl­um ábata inn í ís­lenskt þjóðfé­lag. Það verður ekki gert með því að veikja ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem keppa á er­lend­um mörkuðum við er­lenda risa. Þvert á móti þarf að gera ís­lensku fyr­ir­tækj­un­um kleift að vaxa og dafna, að halda áfram að fjár­festa í öfl­ug­um skip­um, vinnslu og þróun afurða, og tryggja að þau geti í krafti stærðar og styrks sinnt markaðsstarfi er­lend­is. Ekk­ert af þessu er sjálf­gefið og ár­ang­ur ís­lensks sjáv­ar­út­vegs í harðri sam­keppni á er­lend­um mörkuðum batn­ar ekki ef sí­fellt er alið á mis­skiln­ingi og tor­tryggni og dregið úr festu og fyr­ir­sjá­an­leika í grein­inni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: