Þannig er ljóst að forystusveit Eflingar var búin að keyra sjálfa sig út í fen með uppátækjum sínum. Eins mætti giska á að SA hafi þegar sætt sig við að bera þau útgjöld sem tillaga sáttasemjara felur í sér, frá þeim tíma sem þar er nefndur. En SA gæti einnig talið að Efling og ólánsamir félagar hennar ættu að gjalda furðulegrar framgöngu forystu sem hefur jafnan allt annað efst á blaði en hagsmuni félagsmanna.
Segir í leiðara Moggans. Merkilegt nokk ef SA sættist á eigin tillögu sem borin var fram af ríkissáttasemjara.