- Advertisement -

Mogginn stendur með sínum

„Og at­hug­un­in ekki aðeins ólög­mæt og stjórn­laus, held­ur full­komið fá­nýti.“

Leiðari Moggans, kannski er Davíð Oddsson. höfundurinn.

Mogginn stendur ávallt með sínum. Í leiðara dagsins er farið hörðum orðum um skoðun Samkeppniseftirlitsins á eignartengslum í sjávarútvegi. Mogginn efast um að hér sé um eðlilega könnun að ræða. Telur að þetta sé pólitísk aðför Svandísar Svavarsdóttur að ræða. Eftir lestur leiðarans er ekki fjarri að halda að þetta sé málið sem kann að sprengja máttlausa ríkisstjórn. Svo nærri hjarta Moggans og Sjálfstæðisflokksins er hoggið.

Fyrirsögn leiðarans er þessi: „Stjórnlaus og ólögmæt /Póli­tísk fiski­ferð og full­komið fá­nýti“

„Sam­starfs­verk­efni Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um at­hug­un á eigna- og stjórn­un­ar­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi vek­ur áleitn­ar spurn­ing­ar um lög­mætið og góða stjórn­sýslu. Þau vinnu­brögð hljóta að vera for­ystu­mönn­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Alþingi sér­stakt um­hugs­un­ar­efni,“ segir í leiðaranum. Einmitt. Skýr skilaboð.

Þetta er ótrúlega mikið.

„En jafn­vel þó svo Sam­keppnis­eft­ir­litið hafi átt allt frum­kvæði að at­hug­un­inni, líkt og Páll Gunn­ar Páls­son for­stjóri þess hef­ur borið, þá verður ekki séð hvernig eigna- og stjórn­un­ar­tengsl í sjáv­ar­út­vegi eigi er­indi á borð Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins nema uppi sé grun­ur um sam­keppn­is­brot. Svo er ekki.

Sam­keppnis­eft­ir­litið kveðst ótt­ast samþjöpp­un og get­ur at­hug­un­in náð til 307 fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, en það bend­ir á að þau 20 stærstu hafi nær 73% aflahlutdeilda. 307 fyr­ir­tæki! Eru marg­ar grein­ar á Íslandi með minni samþjöpp­un? Eru marg­ir geir­ar, þar sem 20 stærstu fyr­ir­tæk­in hafa inn­an við ¾ til­fanga?“

Þetta er ótrúlega mikið. Tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækin ráða þá yfir 73 prósentum kvótans.

Best að klára að lesa leiðarann:

„Sam­keppnis­eft­ir­litið ætl­ar aðeins (!) að rann­saka 29 fyr­ir­tæki fyrsta kastið, hvað sem síðar verður. En at­hug­un­in á líka að ná til áhrifa­valds sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í öðrum fé­lög­um með beit­ingu at­kvæðis­rétt­ar eða stjórn­ar­setu. Sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur staðið með mikl­um blóma og þess hafa aðrar grein­ar notið, þótt ráðherr­ann og eft­ir­litið vilji koma í veg fyr­ir það.

Mogginn má slappa aðeins af.

Eigi að kalla eft­ir öll­um at­kvæðagreiðslum og fund­ar­gerðum allra fé­laga, sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki kunna að eiga hlut í, mun þess­ari póli­tísku fiski­ferð seint ljúka. Og at­hug­un­in ekki aðeins ólög­mæt og stjórn­laus, held­ur full­komið fá­nýti.“

Mogginn má slappa aðeins af. Það er alls ekki svo að allt sem kerfið gerir sé óþarft og ónauðsynlegt. Vel kann að vera að mörg okkar vilji endilega fá að vita hvernig aflaheimildir hafa safnast upp og þá líka í hvað auðurinn hefur verið notaður. Hvar eru eignir kvótahafanna? Ef Mogginn og eigendur hans óttast eru óþægilegar fréttir að finna í könnun Samkeppniseftirlitsins.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: