- Advertisement -

Mogginn skýtur púðurskoti að Eflingu

Vitað er að Sólveig Anna Jónsdóttir, og annað fólk í stjórn Eflingar, á ekki upp á pallborðið hjá Mogganum. Því fer reyndar fjarri. Í leiðara dagsins má lesa þetta:

„Stétt­ar­fé­lagið Efl­ing, und­ir for­ystu nú­ver­andi for­manns, legg­ur mikið upp úr því að heyja stríð við allt og alla. Það stríð er sem bet­ur fer fyrst og fremst háð með orðum, þó að þau séu ekki alltaf sett fram af hóf­semd eða yf­ir­veg­un, en einnig með verk­föll­um sem formaður­inn hef­ur sagst „hlakka til“, svo ótrú­legt sem það er.

Nú er þetta stétt­ar­fé­lag það helsta sem enn hef­ur ekki gert samn­ing við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og fáar vís­bend­ing­ar um að mik­ill vilji sé til samn­inga. Tug­ir manna sitja í samn­inga­nefnd­inni og viðræður eft­ir því ómark­viss­ar og bera þess frek­ar merki að vera ein­hvers kon­ar gjörn­ing­ur eða und­ir­bún­ing­ur und­ir harðari aðgerðir af hálfu Efl­ing­ar en al­var­leg­ar samn­ingaviðræður.“

Eitt er víst að kynslóðamunur á ritstjóranum og svo formanni Eflingar kann að skýra bölbænir Moggans. Öllum er ljóst að í þessu fjölmenna félagi er kostur að geta haft breiða samninganefnd. Störf Eflingarfólks eru margskonar. Því er það sniðugt að fulltrúa ólíkra starfa með í samninganefndinni.

Þetta púðurskot Moggans hefur ekkert að segja. Þau sem það beinist að, gera ekkert með það sem segir í leiðara Moggans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: