„Augljóss pirrings gætti í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þegar hann hafði orð á því að þegar til kastanna kæmi nytu Íslendingar þess í engu að standa framarlega í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi.“
Þannig hefst leiðari Moggans í dag. Alls er óvíst að Davíð hafi skrifað þennan leiðara.
„Í viðtali um kæru Rio Tinto til Landsvirkjunar sagði Bjarni að það skyti skökku við að standa á alþjóðlegum ráðstefnum með þjóðum sem lýstu árangri í aðgerðum gegn losun gróðurhúsalofttegunda sem einu af mikilvægari málefnum samtímans, en á sama tíma keyptu stórir bílaframleiðendur í ríkjum Evrópusambandsins vörur frá framleiðendum, sem virtu markmiðin að vettugi.“
Ergelsi Bjarna er nokkuð. „Sagði Bjarni að munað gæti tugum prósenta í kolefnislosun, en þrátt fyrir það fengju framleiðendur á íslensku áli ekki eina evru umfram aðra framleiðendur fyrir sína framleiðslu.“ Leiðari Moggans endar með stæl: „Það er því eðlilegt að Bjarni skuli vera argur yfir þeim tvískinnungi, sem ríkir í aðgerðum gegn losun gróðurhúsalofttegunda, og um að gera að fylgja því eftir til að rétta hlut Íslands.“