- Advertisement -

Mogginn sækir hart að særðum Bjarna

Þegar á reynir er Mogginn verkfæri flokksins. Davíð og Mogginn hafa reynt í mörg ár að fá Bjarna til að hætta ofurskattlagningu. Án árangurs.

Mogginn reynir að búa til hið minnsta armslengd milli sín og forystu flokksins. Í gær birtust hrikalegar tölur um fylgi flokksins. Ekki er að sjá að Mogginn birti niðurstöðurnar. Sem eru stórmerkar. Það er sem Bjarni og hans fólk séu í fleygiferð niður vatnsrennibraut. Og Mogginn segir ekkert.

Mogginn lætur efnahagsráðherrann Bjarna samt ekki í friði. Enda ekki ástæða til. Í leiðara Moggans segir til dæmis:

„Verðbólg­an er hvim­leið skepna og gírug. Þetta vita spari­fjár­eig­end­ur best. Þeir eiga kannski pen­inga á reikn­ing­um í bönk­um, en einu gild­ir hvernig þeir snúa sér, alltaf rýrn­ar eign­in, bara mis­mikið. Í ofanálag eru síðan þeir litlu vext­ir eða verðbæt­ur, sem ofan á inni­stæðurn­ar kunna að leggj­ast, skattlagðar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Enn er verið núa Bjarna því um nasir hversu skattaglaður hann er.

„Það má meira að segja benda á að sú staðreynd að eign manna rýrni í bönk­um og ríkið taki þátt í að rýra hana hvetji fólk til að eyða pen­ing­un­um sín­um á meðan hægt er að fá sem mest fyr­ir þá í stað þess að gera það seinna þegar þeir verða minna virði. Þannig er kynt und­ir verðbólg­unni í stað þess að búa til hvata til að spara og hemja hana,“ segir leiðarinn og endar svona:

„Skatt­lagn­ing er mik­il á Íslandi og erfiðlega geng­ur að vinda ofan af henni. En skatt­lagn­ing á ekki að vera ósann­gjörn. Á það ættu all­ir flokk­ar að geta fall­ist.“

Ekki er hægt að segja að Mogginn beinlínis gleðjist yfir óförum Bjarna. En hann grætur þau ekki heldur. Þegar á reynir er Mogginn verkfæri flokksins. Davíð og Mogginn hafa reynt í mörg ár að fá Bjarna til að hætta ofurskattlagningu. Án árangurs.

Höfundur: Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: