- Advertisement -

Mogginn og vinstri stjórn

Mogginn og Davíð virðast ekki í jafnvægi. Það sést á skemmtilegan hátt í Staksteinum dagsins. Skoðum aðeins:

„Hluta­bréfa­markaður­inn ís­lenski tók nokkuð skarpa dýfu í gær­morg­un, fyrsta dag viðskipta eft­ir að Morg­un­blaðið birti skoðana­könn­un þar sem vinstrisveifla var greini­leg og rík­is­stjórn­in hafði misst meiri­hluta sinn. Hægt er að halda því fram að dýf­an sé að hluta til vegna áhrifa frá er­lend­um mörkuðum, en lækk­un­in er þó mun meiri hér en á mörkuðum ná­granna­land­anna og erfitt að verj­ast þeirri hugs­un að fjár­fest­ar ótt­ist vinstri­stjórn.“

Meira lifandis bullið. Verð hlutabréfa í Kauphöllinni hækkað um 1.500 milljarða frá því að Covid kom. Allir hljóta að sjá að svo mikil hækkun á svo erfiðum tíma gæti ekki staðist. Loft.

„Raun­ar hef­ur glitt í vinstri­stjórn fyrr og segja má að megnið af þess­um mánuði hafi ís­lenski markaður­inn lækkað um­tals­vert og verður óvissa vegna kosn­ing­anna að telj­ast lík­leg skýr­ing,“ skrifar ritstjórinn í Móanum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann grípur í hálmstrá: „Þetta er skilj­an­legt því að aug­ljóst má vera að nái vinstri­flokk­arn­ir sam­an um stjórn­ar­mynd­un verði af­leiðing­arn­ar meiri lausa­tök í rík­is­fjár­mál­um, auk­in skulda­söfn­un og auk­in skatt­heimta.“

Þetta hefur heyrst áður. Næst kemur annað: „Seðlabank­inn hef­ur gefið það skýrt til kynna að auk­in lausa­tök í fjár­mál­um rík­is­ins muni ýta und­ir vaxta­hækk­an­ir, enda væru þau viðbrögð óhjá­kvæmi­leg.“ Á mannamáli segir þarna að Seðlabankinn ætli að taka þátt í kosningaáróðri.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: