Berin eru súr. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn mátti þola slökustu kosningaúrslit í sögu sinni hefur málgagnið í Hádegismóum „árás“ gegn Samfylkingunni. Hún er nú stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Davíð og félagar hafa dregið upp teygjubyssurnar og skjóta að sigurvegara kosninganna:
„Af úrslitunum verður ekki annað séð en að kjósendur hafi gert upp hug sinn um að heimilin í landinu þurfi ekki enn eina tilraunina til þess að skapa velsæld með skattpíningu og útþenslu hins opinbera.“
„Samfylkingin ein boðaði skattahækkanir á vinstri kantinum og hlaut 21% atkvæða, en þrír flokkar hægra megin og einn á miðjunni höfnuðu þeirri leið og hlutu vel ríflega helming atkvæða. Hjá því er ekki unnt að líta í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem senn hefjast; þingmenn geta ekki leitt þau fyrirmæli kjósenda hjá sér.“
Þetta eru stutt sýnishorn af vanheilsunni í Hádegismóum.
-sme