Mynd: Kjarninn.

Mannlíf

Mogginn og bergmálshellarnir

By Miðjan

June 10, 2021

„Þjóðmá­laum­ræðan er á stund­um sér­kenni­leg og hef­ur á ákveðinn hátt færst til verri veg­ar á nýliðnum árum. Þar er að lík­lega að stór­um hluta, en ekki al­farið, um að kenna áhrif­um Morgunblaðsins sem leit­ast við það ann­ars veg­ar að halda ein­ung­is að fólki því efni sem það hef­ur sér­stak­an áhuga á og er sam­mála og búa þannig til svo­kallaða bergmálshella þar sem fólk sér og heyr­ir ekk­ert annað en eig­in skoðanir og um leið for­dæm­ing­ar á skoðunum annarra, að svo miklu leyti sem þær eru nefnd­ar. Hins veg­ar hafa þess­ir miðlar stundað það að hampa ákveðnum sjón­ar­miðum og úti­loka önn­ur, jafn­vel með því að banna þau á miðlum sín­um þó að þeir eigi að heita op­inn vett­vang­ur fyr­ir skoðana­skipti og miðlun upp­lýs­inga,“ segir ekki orðrétt í leiðara Moggans.

Hér var einu orði breytt. Þar sem Davíð skrifaði samfélagsmiðlar var Morgunblaðið sett í staðinn. Passar eins og flís við rass.