Mogginn og bergmálshellarnir
„Þjóðmálaumræðan er á stundum sérkennileg og hefur á ákveðinn hátt færst til verri vegar á nýliðnum árum. Þar er að líklega að stórum hluta, en ekki alfarið, um að kenna áhrifum Morgunblaðsins sem leitast við það annars vegar að halda einungis að fólki því efni sem það hefur sérstakan áhuga á og er sammála og búa þannig til svokallaða bergmálshella þar sem fólk sér og heyrir ekkert annað en eigin skoðanir og um leið fordæmingar á skoðunum annarra, að svo miklu leyti sem þær eru nefndar. Hins vegar hafa þessir miðlar stundað það að hampa ákveðnum sjónarmiðum og útiloka önnur, jafnvel með því að banna þau á miðlum sínum þó að þeir eigi að heita opinn vettvangur fyrir skoðanaskipti og miðlun upplýsinga,“ segir ekki orðrétt í leiðara Moggans.
Hér var einu orði breytt. Þar sem Davíð skrifaði samfélagsmiðlar var Morgunblaðið sett í staðinn. Passar eins og flís við rass.