„Samanlagt fylgi Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar hefur frá áramótum hækkað úr 37% í 45%, en Samfylking gæti orðið eini vinstriflokkurinn á þingi og hefur hún þó fært sig rækilega nær miðju.“
Þetta er bein tilvitnun í leiðara Moggans. Þrátt fyrir öfundina í garð Viðreisnar gælir Mogginn við að fá hana með í ríkisstjórn.
Samt hefur Mogginn þungar áhyggjur af stöðu Viðreisnar. Eðlilega.
Hvers vegna sópar Viðreisn til sín fylgi?
„Vinsældir Viðreisnar má hins vegar að verulegu leyti rekja til þeirrar kænsku að sýna helst ekki á spilin og eftirláta kjósendum að ímynda sér allt hið besta um fyrirætlanirnar.
Síðustu daga hefur það þó breyst. Nú er það ófrávíkjanlegt skilyrði ríkisstjórnarsamstarfs að aðildarviðræður við Evrópusambandið (ESB) hefjist á ný, þótt um það hafi ekkert ákall verið frá kjósendum.
Enn merkilegri eru þó orð formanns Viðreisnar um að flokkurinn horfi ekki til hægri um ríkisstjórnarmyndun. Að atkvæði greitt Viðreisn sé atkvæði greitt vinstristjórn. Við slíkum kúvendingum má enginn.“
Það er mikill tvískinnungur í þessu. Viðreisn fundið allt til foráttu á sama tíma og sé nánast eina von til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist í ríkisstjórn.
-sme