- Advertisement -

Mogginn, málgagn Samherja fékk mest

Fyrirtækið kaus nokkurs konar heimsendingarþjónustu á réttvísi.

Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður skrifaði:

Samherji hefði getað beðið átekta og leyft rannsókn opinberra aðila að hafa sinn gang. Fyrirtækið kaus nokkurs konar heimsendingarþjónustu á réttvísi; keypti þjónustu norskrar lögmannsstofu og kynnti sem allsherjar sýknudóm. Samherji hefði getað sagt sem svo: Já okkur bar af leið, þau gildi sem við höfum haft í heiðri í allri okkar uppbyggingu riðluðust þegar við störfuðum í þessum fjarlæga heimshluta – og eflaust mætt vissum skilningi hjá fjölda manns hér. Fyrirtækið kaus hins vegar að stilla RÚV upp sem sérlegum andstæðingi fyrirtækisins sem hafi einhverja hagsmuni af því að koma höggi á það, jafn fáránlega og það nú hljómar. Það hafði á sínum snærum mann sem lét eins og eltihrellir við Helga Seljan. Það sagði Helga hafa búið til gögn eða átt við gögn til að hnika til staðreyndum. Og þegar fyrirtækið réðist á starfsheiður Helga og þeirra fagmanna sem unnu Kveiksþáttinn um starfsemi Samherja í Namibíu (og hefur ekki verið hróflað efnislega við) brugðust ýmsir starfsmenn við með því að bera hönd fyrir höfuð félaga og stofnunar gagnvart óréttlátri gagnrýni. Nú hefur Samherji kært þetta fólk fyrir að dirfast að tjá sig, vill eflaust fá það rekið úr störfum sínum.

Þess má geta að nýlega lauk úthlutun til einkarekinna fjölmiðla eftir að Sjálfstæðisflokkurinn reif það mikilvæga mál úr höndum Lilju Alfreðsdóttur. Stærsta framlagið úr almannasjóðum fór til Morgunblaðsins, sem hefur verið málgagn Samherja í þessu máli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Greinin birtist á Facebooksíðu höfundar. Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: