Mogginn skipar sér fremst í varnir Bjarna Benediktssonar vegna óafsakanlegar framgöngu hans á Þorláksmessu. Sem oft áður dregur Mogginn Ríkisútvarpið inni í málið. Staksteinar segja:
„Ríkisútvarpið er nýkomið með nýjan þjónustusamning sem gildir út árið 2023 og hyggst af því tilefni halda áfram að brjóta lög um hlutleysi í fréttaumfjöllun. Þegar sóttvarnayfirvöld með heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar tóku við bóluefnum í fyrradag með ræðuhöldum og fjölmenni sem var langt yfir sóttvarnamörkum gerði Rúv. enga kröfu um afsögn nokkurs manns og gerði yfirleitt ekkert mál úr þessu samkvæmi. Og þó að heilbrigðisráðherra stæði grímulaus í fjölmenninu og ræddi við fjölmiðla var ekkert fundið að því og ráðherrann ekki spurður ítrekað út í afsögn.“
Þarna er hoggið í tvær áttir. Til Svandísar Svavarsdóttur og Ríkisútvarpsins. Það er sko ekki allt:
„Þegar forsætisráðherra var í faðmlögum við Seyðfirðinga, ekki alla grímuklædda, gerði Rúv. enga tilraun til að knýja fram afsögn. Rúv. frétti ekki einu sinni af þessum málum.
Og þetta voru svo sem ekki stórmál, bara tvö dæmi um yfirsjónir og hvorug afsagnarsök. En ef Rúv. héldi í heiðri lög sem um það gilda og kveða á um hlutleysi verður ekki séð hvernig þessi ríkisstofnun gæti komist hjá því að ræða afsögn við þessa tvo ráðherra. Og það ítrekað.
En þessir ráðherrar eru að vísu í vinstri grænum. Væru þeir í öðrum hvorum hinna stjórnarflokkanna þarf ekki að efast um hvernig tekið yrði á þessum augljósu brotum.
Og því miður bendir ekkert til að þessi tvískinningur stofnunarinnar sé á undanhaldi, nema síður sé.“
Sér Mogginn ekki muninn á þegar Katrína faðmaði hrygga Seiðfyrðinga og þegar Bjarni á kenderíi var í partí sem löggan varð að leysa upp? Nei. Hvers vegna er augljóst.