Mogginn er beinn þátttakandi í baráttunni að byggð verði ný hús í næsta nágrenni við heimili ritstjórans, Davíðs Oddssonar. Svo vel vill til að Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi XD, búyr einnig í nágrenninu.
Síðast vakti þessi baráttusveit athygli þegar skipt var um póstnúmer í Skerjafirði. Úr 101 og í 102. Spáð var verðfalli eigna í hverfinu vegna þessa. Sem auðvitað ekki varð.
Nú er það baráttan gegn nýrri byggð í hverfinu. Ólafur F. Magnússon, sem er fyrrverandi borgarstjóri rétt eins og Davíð, tekur þátt í Skerjafjarðarstríðinu. Ólafur er ekki hrifinn af stöðu Framsóknar í stríðinu. Ólafur notar Moggans til þess og skrifar þetta í Mogga dagsins:
„Þeir eru margir núna sem iðrast þess sárlega að hafa fallið fyrir svikaáróðri Einars Þorsteinssonar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2022 og hugsa honum þegjandi þörfina. En það er ekki aðeins hann sem hefur brugðist í flugvallarmálinu, heldur einnig formaður Framsóknar og innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem sendir gleitt bros tækifærismennskunnar yfir til vinstri.
Það er beinlínis óþægilegt að horfa upp á óheilindi Framsóknar í flugvallarmálinu og kúvendinguna frá því að maddaman bauð fram lista „Framsóknar og flugvallarvina“ árið 2014. Það verður að refsa Framsóknarflokknum fyrir þessi ósköp í komandi kosningum, bæði til þings og sveitarstjórna. Eða eins og segir í ljóði mínu eftir nýjustu tíðindi í flugvallarmálinu,“ skrifar Ólafur.
Hann endar skrif sín með frumortu ljóði:
Í Vatnsmýri er sárt að sjá
svik við land og þjóð.
Refsingu mun Framsókn fá
fyrir ljóta slóð.
Næsta orrusta í stríðinu mun birtast í Mogga morgundagsins.