- Advertisement -

Mogginn hunsar Bjarna Benediktsson

Húsfyllir var í Valhöll á laugardaginn. Þar reyndi formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, að skýra afstöðu þingflokksins í orkupakkamálinu. Hann varðist og reyndi að stöðva leka flokksmanna yfir til Miðflokksins. Reyndi að hæða Sigmund Davíð og hans lið.

Eðlilega mættu fjölmiðlar í Valhöll. Enda ástæða til, flokkurinn logandi í illdeilum sem ekki sér fyrir endann á. Einn þeirra lét sig greinilega vanta, það var sjálft gamla málgagnið, Mogginn.

Sýnilegt er að í Hádegismóum varð eftirsjá að því að hafa ekki mætt til fundarins. Mogginn „reddar“ sér með því að horfa á fréttir Ríkissjónvarpsins, þrátt fyrir að kalda strauma leggi frá Hádegismóum í Efstaleiti.

„Bjarni sagði í sama viðtali að hann ætti von á því að orkupakka­málið yrði af­greitt frá Alþingi í byrj­un sept­em­ber.“

„Í frétt Moggans, sem unnin er upp úr frétt RÚV, segir Bjarni um yfirstandandi undirskriftasöfnun flokksfólks:  

„Bjarni sagði í sam­tali við RÚV að slík at­kvæðagreiðsla væri ein­ung­is ráðgef­andi og hann reiknaði ekki með að niðurstaða henn­ar hefði áhrif á stefnu þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins í orkupakka­mál­inu. Bjarni sagði í sama viðtali að hann ætti von á því að orkupakka­málið yrði af­greitt frá Alþingi í byrj­un sept­em­ber.“

Mogginn nýtir enn frétt Ríkissjónvarpsins: „Bjarni sagði í sama viðtali að hann ætti von á því að orkupakka­málið yrði af­greitt frá Alþingi í byrj­un sept­em­ber.“

Í Mogganum segir að Bjarni hafi gagn­rýnt mál­flutn­ing Miðflokks­ins í umræðunni um þriðja orkupakk­ann og sagði mál­flutn­ing­inn ekki stand­ast neina skoðun né hafa neinn trú­verðug­leika á bak við sig. Þetta er ekki hárnákvæmt. Fjöldi sjálfstæðismanna hefur hlustað á sjónarmið beggja flokka og valið að halla sér að Miðflokknum, eflaust eftir nána skoðun, svo málflutningur Miðflokksins hefur staðist þá skoðun.

Frétt Moggans endar með sérstakri frétt: „Aðstand­end­ur und­ir­skrifta­söfn­un­ar um at­kvæðagreiðslu um þriðja orkupakk­ann voru á fund­in­um sakaðir um að ýta und­ir klofn­ing í flokkn­um.“

Þetta er merkilegt í flokki sem logar stafnanna á milli. Tilraun er gerð til að gera það fólk að blórabögglum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: