Mogginn hefur ótrú á stjórnvöldum. Og er svo sem ekki einn um það. Í leiðara dagsins segir: „Það er gott að stjórnvöld átta sig á að gera þurfi betur í þessum efnum, en það er fátt sem bendir til að þau átti sig á hve alvarlegur vandinn er.“
Þar er átt við að að hér og þar eru fyrirtæki sem bíða og bíða eftir að hinar og þessar stofnanir gefi grænt ljós á hinar ýmsu framkvæmdir. Þá er víða að finna biðlistana. Í þingræðu sagði heilbrigðisráðherra pólitíska sátt um „hæfilega“ langa biðlista í heilbrigðiskerfinu. Svo er greinilega ekki í tilfelli Moggans og atvinnulífsins.
Svo er greinilega ekki alls staðar.