- Advertisement -

Mogginn geymdi skammagrein Vilhjálms fram yfir kosningar

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokks, sendi grein skammagrein um Sjálfstæðisflokkinn, til birtingar í Mogganum. Ritstjórn Moggans ákvað að geyma greinina fram yfir kosningar og birtir hana í dag. Að venju er grein Vilhjálms skemmtileg aflestrar:

„Þegar þessi dag­ur er að kveldi kom­inn lýk­ur minni þjón­ustu við þing­ræðið. Þjón­usta mín við þing­ræðið hófst þann 27. apríl 2013 með fullu umboði fyr­ir kjör­dæmi mitt, Suðvesturkjördæmi. Það umboð stóð í fjög­ur ár og sex mánuði. Frá 27. októ­ber 2017 hef ég haft kjör­bréf varaþing­manns í kjör­dæmi mínu. Fjór­um sinn­um reyndi á kjör­bréfið.

Þris­var hafnaði ég þing­setu sem varaþingmaður. Einu sinni sat ég sem varaþingmaður í eina viku.

Lýðræðis­veisla

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég fór þris­var í gegn­um lýðræðis­veislu, sem kölluð er próf­kjör. Tvisvar vegnaði mér vel.

Hið fyrsta sinni leitaði formaður upp­still­ing­ar­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvesturkjördæmi, Jón­as Guðmunds­son lögmaður, allra leiða til að færa mig af list­an­um, ell­egar að færa mig úr því sæti sem lýðræðis­veisl­an skilaði. Það gekk ekki eft­ir! Ein­hverj­um til mæðu!

Næsta sinni heppnaðist þess­um sama for­manni upp­still­ing­ar­nefnd­ar að færa mig niður um sæti. Það sæti á lista gaf þing­sæti því sinni.

Því sinni lýsti formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins þessa til­færslu mikla snilli með mik­illi ánægju.

Nú­ver­andi rit­ari flokks­ins taldi þessa til­færslu mikla snilli með mik­illi ánægju.

Sá er hlaut kosn­ingu í þriðja sæti lýsti einnig ánægju með snill­ina.

Runk með úr­slit

Runkið með list­ann skipti þessa menn ekki máli, þeir höfðu lof­orð um það. En þeir litu bet­ur út í aug­um Lands­sam­bands sjálf­stæðis­k­venna. Þær kon­ur fengu mikla upp­hefð.

Sú er hlaut upp­hefðina þakkaði aldrei fyr­ir sig, fyr­ir að halda frið. Þegar sá, er var niður­lægður, var fall­inn af Alþingi í snemm­bún­um kosn­ing­um hringdi hún og bullaði og lét eins og fífl.

Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi henn­ar, eins og hundstík, og sagði inni­halds­laust bull: „Gott að sjá þig.“

Hið þriðja sinni

Hið þriðja sinni í lýðræðis­veislu vegnaði mér ekki vel, enda var ég ekki á „recepti“ þeirra sex efstu í próf­kjör­inu á liðnu sumri. Tal­inn hættu­leg­ur!

Þegar ein­hverj­ir full­trú­ar í upp­still­ing­ar­nefnd vildu leiðrétta hlut Vil­hjálms Bjarna­son­ar sagði ein meginfraukan úr Mos­fells­bæ: „Þessi Vil­hjálm­ur Bjarna­son skipt­ir engu máli.“

Niður­læg­ing

Eft­ir niður­læg­ingu í próf­kjöri 2016 voru mér gef­in lof­orð, sem voru svik­in og einskis verð lygi.

Stolt

Ég er stolt­ur af þing­setu minni. Ekki vegna fjölda mála sem mér tókst að nudda í gegn. Mér tókst aðeins að fá eitt mál samþykkt, með dygg­um stuðningi Vinstri grænna. Annað mál hefði ég getað fengið í gegn með aðstoð nú­ver­andi dóms­málaráðherra, ef ég styddi áfengi í búðir.

Miklu frem­ur er stolt mitt vegna áhrifa minna við að leysa óleys­an­lega þraut þrota­búa hinna föllnu banka.

Ég geng upp­rétt­ur og stolt­ur frá borði þrátt fyr­ir lygi, niður­læg­ingu og svik.

Ég leitaðist við að vera ég sjálf­ur. Þeir, sem ég átti sam­skipti við, voru þeir sjálf­ir og sviku mig og niður­lægðu.

Göf­ugt hlut­verk

Þjón­usta við þing­ræðið er göf­ugt hlut­verk. Ég þjónaði þing­ræðinu með bestu sam­visku. Bet­ur gat ég ekki gert og geri aðrir bet­ur. Ég þakka þeim sem veittu mér umboð til þess­ar­ar þjón­ustu.

Þátt­töku minni í stjórn­mál­um er lokið. Svo býð ég minni elsku­legu þjóð dús!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: