- Advertisement -

Mogginn gengur í skítverkin fyrir Jón

Þegar ég var kjörin á þing í september 2021 lokaði ég lögmannsstofunni minni og öll ókláruð verkefni færðust yfir til annarra lögmanna.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir.

Stjórnmál: Jón Gunnarsson gekk og langt þegar hann sakaði þingmenn um að þiggja mútur frá hælisleitendunum þegar þeir sækjast eftir ríkisborgararétti. Mogginn hefur tekið að sér að þrífa upp eftir Jón.

Sýnilega á að henda Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur fyrir vagninn. Hún hafði áður en hún sast á þing unnið sem lögmaður fyrir hælisleitendur. Nú á að taka hana niður. Arndís Anna lætur ekki berja á sér og láta sverta sig til að fylla í holuna sem dómsmálaherra gróf. Arndís Anna skrifaði þetta um aðförina:

„Ég hafði fengið veður af því að Andrés Magnússon væri ekki faglegasti blaðamaður landsins, en taldi nú samt óhætt að svara nokkrum spurningum sem hann sendi mér. Hér að neðan eru þær spurningar og mín svör. Metnaðurinn fyrir því að búa til skandal úr engu (úr því að ekkert reyndist til í því rugli í ráðherra að ég væri að þiggja mútur frá hælisleitendum) var svo mikill að það að „hafa haft kynni“ af fólki kallar hann tengsl. Nú hef ég haft kynni af blaðamanninum, rætt við hann í síma tvívegis og svarað tölvupósti frá honum. Erum við þá tengd, við Andrés?

—–

1. Hefur þú sinnt hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur áður en þú varst kjörin á Alþingi?

Ég hef starfað í málaflokknum með einum eða öðrum hætti frá árinu 2007. Hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hef ég sinnt með hléum í um 14 ár, fyrst sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum á Íslandi frá 2009-2014. Þá tók Rauði krossinn við talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd samkvæmt samningi við innanríkisráðuneytið, og var ég fyrsti lögfræðingurinn sem ráðin var til þeirra starfa. Því hlutverki gegndi ég í fullu starfi til ársins 2017, og áfram í hlutastarfi samhliða doktorsnámi út árið 2020, þegar ég ákvað að bjóða mig fram í prófkjöri Pírata fyrir Alþingiskosningarnar 2021. Fram að kosningum starfaði ég sem sjálfstætt starfandi lögmaður og voru umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðal umbjóðenda minna í þeim störfum. Þegar ég var kjörin á þing í september 2021 lokaði ég lögmannsstofunni minni og öll ókláruð verkefni færðust yfir til annarra lögmanna.

2. Hefur þú sinnt hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt, sem komið hafa til kasta Alþingis?

Líkt og á við um aðra nefndarmenn hefur það komið fyrir að einstaklingar sem ég hef haft kynni af, í gegnum fyrri störf mín eða með öðrum hætti, séu í hópi þeirra sem sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. Þegar slíkt gerist gerum við öðrum nefndarmönnum skýra grein fyrir því þegar farið er yfir umsókn viðkomandi einstaklings. Nefndin velur úr umsækjendum samhljóða og ekki eru greidd atkvæði, heldur fer einstaklingur einungis á listann ef öll eru sammála.

3. Lauk slíkri hagsmunagæslu um leið og þú tókst sæti á Alþingi?

Já.

4. Sé svo, að þú hafir sinnt slíkri hagsmunagæslu; hefur þú fjallað um eða komið að afgreiðslu mála þeirra í nefndinni eða undirnefnd eða í þingsölum?

Sjá svar við spurningu 2.

5. Sé svo, að þú hafir sinnt slíkri hagsmunagæslu; hefur þú þegið einhver gæði, gjöf eða „þakklætisvott“, stór eða smávægileg, í framhaldi af veitingu ríkisborgararéttar?

Nei.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: