Greinar

Mogginn er fjármagnaður af almenningi

By Miðjan

June 26, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Í raun borgið þið þetta. Með lækkun veiðigjalda. Hluti þess fer til Moggans, sem vinnur að enn meiri lækkun veiðigjalda. Mogginn er því fjármagnaður af almenningi en undir valdi stórútgerðarinnar. Eins og auðlindirnar, sem við eigum en stórútgerðin fer með eins og sína eign. Eins og efnahagskerfið í heild, sem almenningur drífur áfram en auðvaldið fleytir rjómann af. Hvað ætlið þið að halda þessu áfram lengi, að láta ræna ykkur kvölds og morgna?