- Advertisement -

Mogginn berst af hörku fyrir spillingu, mútugreiðslum og skattsvikum á Íslandi

Skrifin einkennast af svo mikilli ískrandi óvild og jafnvægisleysi…

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Það fer ekki á milli mála að Mogginn berst af hörku fyrir spillingu, mútugreiðslum og skattsvikum á Íslandi og víðar.  Fyrir fjölmiðil sem segist vera boðberi borgaralegra gilda eru þetta stórundarleg  baráttumál – en það er eins og það er. Greinilegt er að ritstjóra Moggans er mjög í nöp við bæði Litla Landsímamanninn og Jóhannes Stefánsson og reynir að draga þá í svaðið með því að tengja þá við Sigga Hakkara. Siggi Hakkari er siðblindur glæpamaður sem virðist illa haldinn m.a. af barnagirnd.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Davíð Oddsson ritstjóri Moggans.
Ef Davíð Oddsson hefur mikla þörf fyrir að finna Sigga Hakkara félagsskap, þá væri nær fyrir hann leita að hentugum félagsskap miklu nær sér .

Það er ágætt að rifja það upp að Litli Landsímamaðurinn upplýsti um vafasöm viðskipti stjórnarformanns Landsímans, Friðriks Pálssonar  við eigin fyrirtæki sem urðu til þess að hann lét af störfum. 

Jóhannes Stefánsson vann sér það  til óhelgis að mati Moggans að upplýsa m.a. um mútugreiðslur Samherja í Namibíu og skúffufyrirtæki á Kýpur sem rökstuddur grunur er uppi um að hafi verið notuð til þess að snuða íslenska sjómenn og komast hjá skattgreiðslum á íslandi.

Skrifin einkennast af svo mikilli ískrandi óvild og jafnvægisleysi í garð þeirra sem hafa upplýst um misferli og lögbrot, að heiðarlegir Íslendingar hljóta að spyrja sig hvort að blaðið eigi erindi inn um lúguna til sín. 

Ef Davíð Oddsson hefur mikla þörf fyrir að finna Sigga Hakkara félagsskap, þá væri nær fyrir hann leita að hentugum félagsskap miklu nær sér .


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: