Mogginn á móti leiguþaki
Úr leiðara Moggans í dag:
Hitt atriðið, leiguþak, gengur svo þvert gegn þeirri stefnu að auka framboð á húsnæði. Þetta blasir auðvitað við og um þetta eru fjölmörg dæmi erlendis. Ef sett er þak á leiguverð þá verða afleiðingarnar þær að draga úr nýbyggingum og þar með úr framboði. Auk þess fær það húsnæði sem fyrir er minna viðhald og verður smám saman lakara, ef þakið fær að halda sér til lengri tíma sem almennt verður niðurstaðan. Eftir nokkur ár, að ekki sé talað um áratugi, undir slíku fyrirkomulagi, verða þess vegna til niðurnídd hverfi, jafnvel auð hús og ónýt, en fólk hefst engu að síður við í þeim íbúðum sem hægt er.