Fréttir

Moggi Davíðs fer enn gegn Eflingu

By Miðjan

December 27, 2022

Urrið í Davíð Oddssyni getur ekki virkað nema hvatning fyrir Sólveigu Önnu og félaga hennar í Eflingu. Í leiðara dagsins stendur:

Þeir samn­ing­ar sem þegar hafa verið gerðir fela í sér að allt svig­rúm er nýtt og rúm­lega það hjá mörg­um fyr­ir­tækj­um sem munu illa eða ekki þola samn­ing­ana. Það bitn­ar ekki aðeins á fyr­ir­tækj­un­um held­ur vita­skuld einnig á starfs­mönn­um þeirra, sem er mikið og raun­veru­legt áhyggju­efni. Þess vegna verður að fara var­lega í þeim kröfu­gerðum sem nú eru sett­ar fram.

Í þessu sam­bandi verður líka að hafa í huga varnaðarorð Yngva Harðar­son­ar hjá Ana­lytica sem tel­ur ný­gerða kjara­samn­inga geta kallað á hærri vexti Seðlabank­ans til að ná niður verðbólg­unni. Og nýj­ustu verðbólgu­töl­ur eru ekki uppörv­andi.

Ábyrg­ir for­ystu­menn launþega­sam­taka hljóta að reyna að nýta tím­ann á milli jóla og ný­árs til að ljúka þeim samn­ing­um sem út af standa og freista þess þannig að tryggja kjara­bæt­ur, en ekki síst að forðast kjararýrn­un.

Hálmstrá Mogggans og þeirra í Borgartúni 35 er Yngvi Harðarson hjá Analyticu. Davíð og Mogginn hafa skotið fastari skotum en hann gerir í dag. Líklegast er að skotinn verði fastari á næstu dögum.

Einn er þó þeirra vandi. Sá er sá að Mogginn hefur ekki mikla vigt.