- Advertisement -

Mjög gagnrýnin á frumvörp Eyglóar

Guðlaugur Þór ÞórðarsonStjórnmál Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, skrifar langa grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann er, meðal annars, mjög gagnrýnin á húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur félagsmála- og húsnæðisráðherra.

Guðlaugur skrifar: „Húsnæðismál eru að hluta til efnahagsmál og eru jafnt á borði ríkis og sveitarfélaga. Það verður þess vegna að líta á þau í samhengi. Ekki dugar að horfa eingöngu til þeirra húsnæðisfrumvarpa sem nú liggja fyrir þinginu. Þau frumvörp gera ráð fyrir miklum breytingum og enn er mörgum spurningum ósvarað um áhrif fyrirhugaðra breytinga. Ekki síst þegar kemur að opinberum útgjöldum. Einnig hefur það verið gagnrýnt að:

Hér er um að ræða mikið inngrip hins opinbera í húsnæðismarkaðinn. Það getur haft alvarlegar afleiðingar og valdið verðbólgu með tilheyrandi hækkun lána. Fátt er verra fyrir húsnæðiskaupendur og -leigjendur en verðbólga og óstöðugleiki.

Nýtt kerfi er flókið og umsýslan verður á tveimur stjórnsýslustigum og á þremur stöðum. Það er sérstaklega bagalegt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu á þessu sviði.

. „Í mínum huga eru þess háttar mótvægisaðgerðir forsenda einföldunar á virðisaukaskattskerfinu. Einföldun skattkerfisins má ekki koma niður á þeim sem minnst hafa."
.

Markmið frumvarpanna er að hjálpa þeim lægstlaunuðu en þrátt fyrir það fá fleiri með hærri tekjur rétt á niðurgreiðslu á leigu. Ekki hefur verið skoðað hvaða áhrif þetta hefur á einstaka tekjuhópa og hvort fátæktargildrur myndist.

Umsýsla og framkvæmd opinbers húsnæðisstuðnings verður kostnaðarsöm. Hún mun kosta 93 milljónir á ári í rekstur og til viðbótar þarf að leggja í 20 milljóna einskiptiskostnað.

Frumvörpin eru reyndar þvert á ráðleggingar AGS sem lagði til einföldun bótakerfis og beinan fjárstuðning við tekjulægri hópa í stað útgjaldatengdra húsnæðisbóta.

Hætta er á að aukinn stuðningur til handa leigjendum lendi í vasa leigusala.

Ekki er ljóst hver verður framtíð Íbúðalánsjóðs. Vandi þess samfélagsbanka mun ekki leysast af sjálfu sér sem þýðir að skattgreiðendur þurfa að leggja sjóðnum til enn meira fé ef ekkert verður að gert.

Framtíðarfjármögnun húsnæðislána verður að vera tryggð. Það verður að vera jafnvægi á milli útlána og fjármögnunar.“

Ljóst er að mikil átök eru eftir milli stjórnarflokkanna um þessi mál.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: