Missti út af reikningnum sínum hundruð milljóna
Nýi þátturinn segir frá því að Þorsteinn Már hafi verið saklaust fórnarlamb í mútumálum og að Jóhannes Stefánsson.
Sigurjón Þórðarson skrifar:
Grunuðu alþjóðlegu fjármálaglæpamennirnir í Samherja eru búnir að gera nýjan þátt í Namibíuseríunni sinni, en hún er liður í málsvörn þeirra. Ekki verður sagt að fyrri þættir í þáttaröðinni hafi styrkt stöðu fyrirtækisins og sérstaklega ekki þátturinn um skýrsluna sem aldrei var gerð, en kom síðan í leitirnar og staðfesti umfjöllun RÚV.
Nýi þátturinn segir frá því að Þorsteinn Már hafi verið saklaust fórnarlamb í mútumálum og að Jóhannes Stefánsson.
Hafi beinlínis misnotað strangheiðarlegan forstjóra sem missti út af reikningnum sínum hundruð milljóna greiðslur inn á reikninga tengdum namibískum stjórnmálamönnum. Eflaust eru einhverjir sem gleypa málflutninginn og þá sérstaklega þeir sem eiga eitthvað undir Samherja.