- Advertisement -

Missti tvö þingsæti í sömu kosningunum

Sigurjón Magnús Egilsson:

Og við bætist að sá sem fékk draumasætið í gamla kjördæmi Karls Gauta sat á svikráðum og gekk yfir í íhaldsflokkinn.

Enginn var eins óheppinn í kosningunum og Karl Gauti Hjaltason. Til að byrja með var hann kjörinn fyrir Flokk fólksins 2017. Datt svo í það á Klaustursbarnum og var rekinn úr flokknum – eðlilega. Reyndist hafa unnið gegn Ingu Sæland og flokknum.

Fór næst í Miðflokkinn. Vildi fá að leiða listann í Suðurkjördæmi. Átök urðu. Flokkurinn veðjaði á Birgi Þórarinsson guðfræðing. Karl Gauti var þá fluttur í Kragann. Náði ekki að verða kjördæmakjörinn.

En viti menn Karl Gauti virtist hafa náð að verða uppbótarþingmaður. Bergþór Ólason, félagi Karls Gauta í Miðflokknum sem og á Klaustursbarnum og Borgnesingur náði ekki kjöri. Eða hvað?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá var tekið upp á telja aftur í Borgarnesi. Í kyrrþey var talið og viti menn. Borgnesingurinn Bergþór náði þar uppbótarþingsætinu af vini sínum og félaga Karli Gauta. Sem situr eftir án þingsætis. Hann hefur kært þetta til löggunnar.

Þetta eru merkileg örlög. Var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins, brenndir allar brýr að baki sér þar, fór í Miðflokkinn, komst ekki í draumaframboðssætið, náði samt kjöri í nýju framboði, þá var talið aftur allt annars staðar á landinu og Karl Gauti situr eftir svekktur og sár. Og við bætist að sá sem fékk draumasætið í gamla kjördæmi Karls Gauta sat á svikráðum og gekk yfir í íhaldsflokkinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: