- Advertisement -

Misskiptingin er þannig augljós

Björn Leví Gunnarsson: „Meira um veggjöld, sem fjármögnunarleið í stað bensín- og olíugjalds.


Það væru sem sagt 16 – 24 kr. í núverandi kerfi og er að hækka upp í 400 kr.

Veggjöld eru klikk sem fjármögnunarleið fyrir almenna samgöngukerfið. Þau geta virkað til þess að fjármagna einstaka aukaframkvæmdir, framkvæmdir sem bæta við nýrri leið. Segjum sem svo að þú farir bara ~10 – 15 km á dag, fram og til baka í vinnuna. Það er reiknað með um 200 kr. í þetta gjald á háannatíma. 400 kr. báðar leiðir sem sagt. Núverandi bensíngjald er um 1,6 kr. á km. miðað við bíl sem eyðir um 6 á hundraðið. Það væru sem sagt 16 – 24 kr. í núverandi kerfi og er að hækka upp í 400 kr.

Augljóslega rukkar þetta suma en ekki aðra, af því að tollahliðin eru bara á takmörkuðu svæði. Þess vegna verður kílómetragjald vegatolla að vera svona miklu hærra, af því að það borga það ekki allir. Bara þeir sem fara oftast um þá leið. Misskiptingin er þannig augljós.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: