- Advertisement -

Misskilningur Moggans

Segir launabaráttuna vera skemmdarverk.

Mogginn nýtir, sem fyrr, hvert tækifæri til að hnýta í forystufólk launþega. Nú er þeim kennt um að bílaleigur kaupa færri bíla en áður. Samt kaupa þær glás af bílum. Það vantar ekki.

„For­ystu­menn fá­einna verka­lýðsfé­laga láta sér fátt um finn­ast. Þeir láta eins og hót­an­ir þeirra hafi eng­in áhrif haft og að aðgerðir sem nú hafa verið boðaðar hafi ekki al­var­leg áhrif held­ur. Efna­hags­lífið muni ein­fald­lega halda áfram að vaxa og dafna án til­lits til skemmd­ar­verk­a­starf­semi nokk­urra áhrifa­mik­illa aðila í hag­kerf­inu,“ segir í leiðara Moggans.

„Efna­hags­lífið er viðkvæmt um þess­ar mund­ir,“ segir einnig í leiðaranum. Það er vægt til orða tekið ef horft er til efnahagslífsins hjá fólkinu á lægstu laununum og fólkinu sem býr við ofurskatta, milli áttatíu og hundrað prósent skatta. Það eru hluti eldra borgara og allir öryrkjar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mogginn er samur við sig og mænir í sömu átt og áður: „Sú at­vinnu­grein sem átt hef­ur stór­an þátt í að lyfta land­inu upp úr efna­hagserfiðleik­um verður nú fyr­ir þungu höggi er um leið ljóst að niður­sveifl­an get­ur orðið allt annað en veg.“

Það er nefnilega það. Að baki ferðaþjónustunni er láglaunafólk sem vill ekki og getur ekki lifað af þeim launum sem Djúpríkið skammtar fólkinu. Það er komið að leiðarlokum í þeim fantaskap.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: