Fréttir

Mismunurinn er tuttugu milljónir

By Ritstjórn

March 10, 2020

Gunnar Smári skrifar:

„Fyrir það fyrsta þá er hærra verð greitt fyrir kolmunnann þar en í Íslandi og auk þess er olían lægri, þeir fá um 36,5 krónur fyrir kílóið af kolmunna í Írlandi en sama verð á Íslandi er um 26 krónur. Þetta gerir aflaverðmæti upp á 69,4 milljónir króna miðað við 49,4 milljónir króna á íslandi,“ stendur hér. Mismunurinn er 20 m.kr. Enn ein sagan sem styður að útgerðin haldi stórum hluta aflaverðmætis frá skiptum.

Úlfar Hauksson skrifaði:

Þessi frétt fer örugglega ekki hátt frekar en aðrar mikilvægar fréttir nú þegar Covid tröllríður öllu. En hér er um afar merkilega frétt að ræða. ESB gerir athugasemd í júlí á síðasta ári við vigtun á afla úr skipum á Írlandi. Nú ber svo við að mörgum mánuðum seinna landar íslenskt skip afla í höfn á Írlandi og fær mun hærra verð en býðst hér á landi. Fiskistofa bregst við með eldibrandi og bannar slíkar landanir íslenskra skipa á grundvelli ath semda ESB frá því í sumar. Nú vita allir að vigtun afla á Íslandi er mjög ábótavant og sýnt hefur verið fram á með hreinum sönnunargögnum að þar er ítrekað haft rangt við með tilheyrandi tapi fyrir íslenskt þjóðarbú.

Fiskistofa veit af brotunum en aðhefst ekkert og telur sig ekki hafa valdheimildir til að grípa inn í svikamylluna. Nú spyr maður sig… hver hringdi í hvern til að koma í veg fyrir þessar landanir á Írlandi…..og í hvaða tilgangi?