Styrmir Gunnarsson talar af reynslu:
Það er skiljanlegt að ríkisstjórnin og talsmenn hennar leggi mesta áherzlu á aðgerðir til að bjarga atvinnulífinu í því óvenjulega ástandi, sem nú ríkir. Skipulegt atvinnulíf er jú undirstaðan í rekstri þjóðarbúsins. Og auðvitað hjálpa þær aðgerðir líka því fólki sem heldur atvinnu sinni vegna þeirra.
En sú áherzla má ekki verða til þess að heimilin gleymist. Þau eru ekki síður mikilvæg rekstrareining í okkar samfélagi.
Nú má heyra raddir um að það sé eðlilegt að greiða einstökum atvinnugreinum bætur vegna þess að þær hafi orðið að loka vegna kórónuveirunnar.Það eru sterk rök fyrir því.
En hafði einhver á orði eftir hrun, að það væri ástæða til að borga þeim heimilum bætur, sem urðu illa úti í hruninu vegna þess að einstakir bankar tóku stöðu gegn krónunni og stuðluðu þannig að því að krónan féll í verði og gengistryggð lán þeirra hækkuðu? Það átti reyndar við um einstök fyrirtæki, sem voru í viðskiptum við bankana líka.
Það er mikilvægt að í þeim aðgerðum sem framundan eru verði jafnræði en ekki mismunun.
Það er nóg komið af mismunun, sem hefur eitrað samfélagið og gerir enn.