Fréttir

Misheppnaðasta ríkisstjórnin?

By Miðjan

June 11, 2020

Davíð Oddsson og Jóhanna Sigurðardóttir hafa bæði verið forsætisráðherrar. Davíð þykir ekki mikið til ríkisstjórnar Jóhönnu koma. Það ítrekar hann í Mogganum í dag. Ég gæti sagt mikið um ríkisstjórnir beggja, bæði Davís og Jóhönnu. Það geri ég síðar. Þetta er útúrdúr.

Í Moggann sinn skrifar Davíð, í lok leiðinlegs leiðara:

„Þegar mis­heppnaðasta rík­is­stjórn í sögu lands­ins, Jó­hönnu­stjórn­in, var að reyna að mis­nota banka­áfallið til að koma þjóðinni inn í ESB á móti vilja sín­um, talaði hún al­gjör­lega í hinum gam­al­kunna anda Edw­ards Heaths. Stefn­an var í öll­um efn­um tek­in í stór­um sveig fram hjá sann­leika og staðreynd­um. Það rifjast upp á hverj­um degi um þess­ar mund­ir og ættu þeir sem vilja mál­inu vel að fylgj­ast af at­hygli með.“

Er þetta rétt hjá Davíð? Er ríkisstjórn Jóhönnu misheppnaðasta ríkisstjórn í sögu landsins? Nei, eflaust ekki.