Davíð Oddsson og Jóhanna Sigurðardóttir hafa bæði verið forsætisráðherrar. Davíð þykir ekki mikið til ríkisstjórnar Jóhönnu koma. Það ítrekar hann í Mogganum í dag. Ég gæti sagt mikið um ríkisstjórnir beggja, bæði Davís og Jóhönnu. Það geri ég síðar. Þetta er útúrdúr.
Í Moggann sinn skrifar Davíð, í lok leiðinlegs leiðara:
„Þegar misheppnaðasta ríkisstjórn í sögu landsins, Jóhönnustjórnin, var að reyna að misnota bankaáfallið til að koma þjóðinni inn í ESB á móti vilja sínum, talaði hún algjörlega í hinum gamalkunna anda Edwards Heaths. Stefnan var í öllum efnum tekin í stórum sveig fram hjá sannleika og staðreyndum. Það rifjast upp á hverjum degi um þessar mundir og ættu þeir sem vilja málinu vel að fylgjast af athygli með.“
Er þetta rétt hjá Davíð? Er ríkisstjórn Jóhönnu misheppnaðasta ríkisstjórn í sögu landsins? Nei, eflaust ekki.