Stjórnmál

Misdýr soðning

By Miðjan

May 21, 2015

Neytendur Alþýðusamband Íslands hefru gert verðsamanburð í 25 fiskbúðum.

„Lægsta verðið var oftast að finna hjá Litlu Fiskbúðinni Miðvangi Hafnarfirði eða í 14 tilvikum af 33 og hjá Litlu Fiskbúðinni Háaleitisbraut í 9 tilvikum. Verslunin Kjöt og fiskur Bergstaðastræti var með hæsta verðið í 6 tilvikum af 33 og Melabúðin, Hafið fiskiprinsinn Hlíðarsmára og Gallerý fiskur Nethyl voru með hæsta verðið í 4 tilvikum. Aðeins Fiskbúð Sjávarfangs Ísafirði átti til allar tegundirnar sem skoðaðar voru í könnuninni en þar á eftir komu Litla fiskbúðin Háaleitisbraut og Gallerý fiskur sem áttu til 30 tegundir. Fæstar tegundirnar sem skoðaðar voru, voru til hjá Fiskbúðinni Sjávarhöllin Hólagarði eða aðeins 9 tegundir af 33 og Samkaup-Úrval Hafnarfirði átti 12 tegundir,“ segir meðal annars á asi.is.

Sjá nánar hér.