Minnihlutinn skilin út undan
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, bendir á að meirihluti samgöngunefndar hafi ekki fengið að sitja upplýsingafund vegna komandi vegaskatta.
„Ég sat á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun þar sem fundað var með fulltrúum sveitarfélaga um hugmyndir meirihlutans um veggjöld til að greiða upp fyrirhugaða lántöku ríkisins til vegaframkvæmda. Að loknum fundi, settist meirihluti nefndarinnar niður til að fara yfir málin með formanni starfshóps samgönguráðherra um málið.
Er það bara ég sem finnst að það hefði verið við hæfi að öll nefndin fengi þær upplýsingar sem þarna er verið að bera á borð?“
Ómar Valdimarsson, fyrrverandi formaður Blaðamannafélagsins, spurði Hönnu Katrínu: „Gátuð þið ekki óskað eftir að sitja þann fund?“
„Ég áttaði mig aðeins of seint á þessu. Geri svo sem ráð fyrir að við í minnihluta fáum að sitja sameiginlegan nefndarfund á næstunni um þetta mál (það er eins gott!) – en ég skil bara ekki þessa nálgun. Við erum í miðju kafi að vinna þetta og niðurstöður og tillögur þessa starfshóps eru mjög krítískar inní þá vinnu og útkomu málsins,“ svaraði hún.